Leita í fréttum mbl.is

Hugsað heim á Írskum dögum

 

Hér í Höfuðborg Írlands, Liverpool * er veður sem minnir mig á venjulegan Júlí dag á Akranesi í "den" þegar ég var að alast upp. Hávaðarok og rigning og hefði Akraborgin átt í erfiðleikum í rokinu sem við höfðum í morgun. Mér finnst þetta ágætt enda mikil vinna sem ég þarf að undirbúa og koma frá mér yfir helgina, en mér skilst á öllu að það sé sól og blíða á Írskum dögum á Skaganum, mikil læti og hörku djamm. Átök og nokkrir settir í steininn. Aldrei fékk mín kynslóð að kynnast neinni svona gleði hér áður, eina sem ég man eftir var Landsmót Ungmennafélaganna 1975 þá villtust nokkrar hræður upp á Skaga og höfðu (vonandi) gaman af.

*Í Liverpool búa fleiri Írar en í Dublin, og er hún þessvegna kölluð Höfuðborg Írlands. Sagan segir að um miðja 19 öld þegar "Útrásin" hófst frá Írlandi (þá aðallega vegna fátæktar og stjórnmála -átaka) þá héldu menn að þegar skip þeirra lenti í Liverpool á Leið sinni Vestur,að þeir væru komnir alla leið, þá fóru flestir af hér og byrjuðu nýtt líf  sem þeir væru í Ameríku, það tók nokkra daga fyrir nokkra þeirra að átta sig að þeir væru nú einungis í óvinalandinu, og festust þeir hér blessaðir.

Annars er sólin búin að vinna bug á rigningunni svo það er komin tími á göngu með Nonna blessaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Gott að geta fylgst með þér.

Láttu mig heyra frá þér næst þegar þú lendir.

Anna Kristinsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingi Thor Jónsson
Ingi Thor Jónsson
Upplifun Islendings

Færsluflokkar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband