Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Titanic reynsla

Sólin vakti mig snemma í morgun og eftir góðan sundsprett í nýju Olympíulauginni okkar hér í hverfinu hófst undirbúningur dagsins, sem helst fólst í að svara "e-mail" allstadar af, og svo morgunkaffifundur med Lindsey Prosser Frettamanni BBC sem er búin að taka að sér smásagnakeppni skólanna sem er hluti af Norrænni listahátíð sem ég er að setja af stað hér í Liverpool.

Frábær og hugmyndarík kona hún Lindsey. Allar sögurnar og einnig stuttmyndir krakkana eru byggdar ut fra Íslendingasögunum, og verða svo hluti af hátíðinni okkar í lok nóvember og verða öll verkefnin til sýnis á  "Liverpool World Museum"

Þurfti svo að rjúka á fund hjá Sjómynjasafni Liverpool og hitta þar forráðamenn Titanic Liverpool, við erum að undirbúa mjög skemmtilegt og dramatískt prógram með þeim, og kemur þar að hversu margir nordurlandabúar fórust með Titanic.

Meira um það síðar. Fór svo á fyrirlestur hja Stephen (man ekki eftirnafnid hans) en hann var að segja frá ferð sinni niður að brakinu. Ótrulega saga þar.

Eftir súpu og brauð rauk ég á fund með Borgarstjórninni hér og erum við vonandi að ganga frá "Intercultural dialogue" og mikið skemmtilegt prógram milli Norðurlandanna og Norð Vestur Englands.

Hitti svo James í kaffi og ræddum hina ýmsu aðila sem munu koma að því verkefni, m.a hinar ýmsu norrænu listakonur.

Er núna komin heim, horfi með öðru auganu á Andy Murray í síðustu 16 á Wimbledon, og er að koma Blogginu frá mér og svo byrja undirbúningur morgundagsins.

"Chicken Pie" í matinn í kvöld.


Kveðja frá Liverpool

Image004Ákvað eftir göngu með Nonna í morgun ad fara að blogga á Íslensku, og þá að nota tækifærið að nýta nýja íslenska lyklaborðið mitt.

Þetta er nokkurskonar prófraun í leiðinni á að þjálfa heilann í að fara að hugsa aftur á föðurmálinu,(færeyska er móðurmálið mitt). Kannski er mesta furða hvað íslenskan helst eftir 20 ára fjarveru, en ef einhverjir villast inná bloggið hjá mér, þá efast ég ekki um að nokkrar stafsetningarvillur felist inn á milli.

Ég bý núna í Menningarborg Evrópu 2008 Liverpool, og hér er gott að vera.Eftir 14 ár í London og svo 4 ár í Manchester. Liverpool er nokkurskonar eyja á meginlandi Bretlands. Hér hafa menn sín eigin trúarbrögd, tungumál og menningu, og finnst mér oft eins og ég sé staddur á Íslandi, sérstaklega þegar ég fer keyrandi í bæinn. Liverpool búar eiga það nefnilega sameiginlegt með okkur Íslendingum að hugsa bara um sig og sinn bíl, lítið fer fyrir tilliti til annara í umferðinni.

Nú eru 6 mánuðir liðnir af 2008 og dálítið sérstakt ad horfa yfir breytingarnar á borginni eftir umfangsmestu breytingar fyrr og síðar. Borgin er komin með sterka sál og eru möguleikarnir endalausir. Enda enginn dagur eins í mínu lífi.

Ég reikna með að blogga um reynslu mína hérna og það sérstaka fólk sem verður á vegi mínum, ágætt svo að nota þetta sem dagbók seinna meir.

Hér er komið há-sumar og glymur í rigningunni eins og best gerist. Við getum bara vonast eftir aðeins betri tíð en í fyrra þegar urðum að flytjast upp á efri hæðina í 2 mánuði, eftir að allt fór á flot.

Fór með Nonna að Calderstone Garðinum og var mikið um að vera og þá aðallega uppbygging ungra fótboltamanna til framtíðarinnar. Já það fer svolítid mikið fyrir fótbolta hér, en ég á nú nokkrar sögur um ákveðna leikmenn Liverpool, enda býr hún tengdó í sömu götu og Gerrard og Rooney(hann er reyndar fluttur núna) þannig að hver veit nema að ég láti einhverjar sögur fylgja blogginu mínu á næstunni.

Læt þetta duga í dag, er búin ad vera spá í þetta svolítið lengi, svo það er bara gaman að vera hérna.


Höfundur

Ingi Thor Jónsson
Ingi Thor Jónsson
Upplifun Islendings

Færsluflokkar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband