Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Aumingja Ringo

 

Nú er búið ad ákveða að rífa húsið sem hann ólst upp í, á meðan að uppeldisstöðvar Harrisons, Lennon´s og McCartney hafa verið friðuð.

Ég hugsa ad kannski hafi hegðan Ringo haft dálítil áhrif á þessa ákvörðun, hann kom hingað í Janúar og opnaði árið sem Menningarborg Evrópu fór svo í viðtal hja BBC og gaf ekki út mjög jákvæða tölu um Liverpool og fólkið sem hér býr.

Það var þess vegna engin tilviljun að Paul notaði hann ekki á tónleikunum sínum á Anfield nýlega. Ringo er ekki í miklu uppáhaldi eyjaskeggja Liverpool.

Ringo


Hugsað heim á Írskum dögum

 

Hér í Höfuðborg Írlands, Liverpool * er veður sem minnir mig á venjulegan Júlí dag á Akranesi í "den" þegar ég var að alast upp. Hávaðarok og rigning og hefði Akraborgin átt í erfiðleikum í rokinu sem við höfðum í morgun. Mér finnst þetta ágætt enda mikil vinna sem ég þarf að undirbúa og koma frá mér yfir helgina, en mér skilst á öllu að það sé sól og blíða á Írskum dögum á Skaganum, mikil læti og hörku djamm. Átök og nokkrir settir í steininn. Aldrei fékk mín kynslóð að kynnast neinni svona gleði hér áður, eina sem ég man eftir var Landsmót Ungmennafélaganna 1975 þá villtust nokkrar hræður upp á Skaga og höfðu (vonandi) gaman af.

*Í Liverpool búa fleiri Írar en í Dublin, og er hún þessvegna kölluð Höfuðborg Írlands. Sagan segir að um miðja 19 öld þegar "Útrásin" hófst frá Írlandi (þá aðallega vegna fátæktar og stjórnmála -átaka) þá héldu menn að þegar skip þeirra lenti í Liverpool á Leið sinni Vestur,að þeir væru komnir alla leið, þá fóru flestir af hér og byrjuðu nýtt líf  sem þeir væru í Ameríku, það tók nokkra daga fyrir nokkra þeirra að átta sig að þeir væru nú einungis í óvinalandinu, og festust þeir hér blessaðir.

Annars er sólin búin að vinna bug á rigningunni svo það er komin tími á göngu með Nonna blessaðan.


Miklir aðdáendur Rax

Var boðið í opnun hjá meiri háttar góðum gæjum í gær.  Sparkle Media, þeir voru að koma heim frá Sydney eftir að hafa unnið með Cate Blanchett og hennar manni við að gera kynningarmyndband (animation) um leikhúsið þeirra.

Þeir fengu greinilega vel borgað fyrir það framtak og hafa núna opnað mjög glæsilegt Studió á besta stað í Liverpool, Rodney Street.

Tal okkar barst ad Íslenskum listum og listamönnum, og eru þeir Andy og Glenn miklir aðdáendur Rax ljósmyndara okkar og höfðu hitt hann og seð sýninguna hjá honum hér í Liverpool í fyrra.

 Sparkle media eru líka mjög spenntir að finna samstarfsaðila í kvikmyndagerð frá Norðurlöndunum, svo ég sagðist myndi byrja leit.

Við erum svo byrjaðir í samvinnu með skóla verkefnið okkar og ætla þeir að mynda bestu hugmyndina á nútíma Íslandssögu í smásagnakeppni skólanna sem ég er að vinn að í gegnum NICE.

Ætla núna á ströndina með Nonna og hugmyndir.....skrifa meira seinna..


Íslenska Sendiráðið í London..

fékk mikið og sterkt hrós á Evrópskri ráðstefnu í Liverpool núna um daginn, og á það sko skilið, en mikið þótti mér vænt um að heyra það.

Þannig er málið að verið var að ræða hversu erfitt það væri að fá Sendiráðin almennt í London til að sýna áhuga á verkefnum sem eiga sér stað fyrir utan Höfuðborgina, og ættu þau að taka Íslenska Sendiherrann Sverri Hauk Gunnlaugsson og starfsfólk hans í Íslenska Sendiráðinu í London sér til fyrirmyndar. Og var þá verið að hrósa glæsilegri frammistöðu þeirra í Liverpool á s.l ári í sambandi við ICE07 hátíðina.

Ég verð að segja eins og er að það skilur það enginn hér í Bretlandi hvernig Íslenska Sendiráðið í London getur afkastað með snilld öllu því sem þau koma frá sér. Kannski er það hið einfalda uppeldi Íslendings að allir eigi að vinna 4 störf, og segja ekkert við því. Ég veit með eigin reynslu að það er það sem þau gera.

Þetta er annars búinn að vera skrítinn dagur sem byrjaði að vanda með Nonna í göngu, og miklum skriftum áður en farið var í Stærstu Dómkirkju Bretlands til ad hitta forráðamenn þar og kynna fyrir Sigvor hinum frábæra umboðsmanni Eivor Palsdottir. Við erum svolítið ad garfa saman.

En það liggur mikil lægð yfir Liverpool svo maður bíður eftir þrumum og eldingum kvöldsins.

Nú svo er Murray ad spila i síðustu 8 á móti Nadal á Wimbledon, svo ég er búinn að kaupa jarðaber en hef ekki efni á Kampavíni, svo ég læt sódavatnid duga.....

Hlýjar Kveðjur heim


Ólympíulágmarki náð fyrir 2012

Eftir 24 ára fjarveru frá þáttöku í Ólympíuleikunum, er ég búinn að ná lágmarkinu aftur.

Eða réttara sagt hátíðin mín er búin að fá "Cultural Olympiad" stimpilin hér í Bretlandi, þannig að á næstu 4 árum mun NICE (hátíðin mín) vera fulltrúi Bretlands í 4 ára menningarherferð Olympíunefndarinnar. Gaman ad því og verður skemmtilegt að geta notað það tækifæri að kynna Ísland og íslenska list og menningu í gegnum hátíðina og alla þá atburði sem við snúum að.

Svolítið gaman ad því í leiðinni, því núna mun ég hafa fasta mánaðarlega fundi með Borgarstjórninni hér í Liverpool, og út frá því gáfu þeir hátíðinni okkar annan stimpil sem "European Intercultural Dialogue Project"

Talandi um Íþróttir og Listir, þá er allt í spennu hérna vegna Wimbledon og Andy Murray, okkar maður (já ég tel mig Breta þegar að íþróttum kemur) er kominn í síðustu 8. Svo hér flýtur allt í Kampavíni og jarðarberjum, eins og við á þessar 2 Wimbledon vikur.

Skrapp svo í morgun aftur á Gustaf Klimt sýninguna á Tate Gallery. Mikið hefur þessi sýning mikil áhrif á mann og dregur í mann aftur og aftur. Ég mæli með heimsókn hingað til okkar, þó ekki væri nema bara að upplifa Gustaf Klimt.

 


Höfundur

Ingi Thor Jónsson
Ingi Thor Jónsson
Upplifun Islendings

Færsluflokkar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband