Leita í fréttum mbl.is

Íslenska Sendiráðið í London..

fékk mikið og sterkt hrós á Evrópskri ráðstefnu í Liverpool núna um daginn, og á það sko skilið, en mikið þótti mér vænt um að heyra það.

Þannig er málið að verið var að ræða hversu erfitt það væri að fá Sendiráðin almennt í London til að sýna áhuga á verkefnum sem eiga sér stað fyrir utan Höfuðborgina, og ættu þau að taka Íslenska Sendiherrann Sverri Hauk Gunnlaugsson og starfsfólk hans í Íslenska Sendiráðinu í London sér til fyrirmyndar. Og var þá verið að hrósa glæsilegri frammistöðu þeirra í Liverpool á s.l ári í sambandi við ICE07 hátíðina.

Ég verð að segja eins og er að það skilur það enginn hér í Bretlandi hvernig Íslenska Sendiráðið í London getur afkastað með snilld öllu því sem þau koma frá sér. Kannski er það hið einfalda uppeldi Íslendings að allir eigi að vinna 4 störf, og segja ekkert við því. Ég veit með eigin reynslu að það er það sem þau gera.

Þetta er annars búinn að vera skrítinn dagur sem byrjaði að vanda með Nonna í göngu, og miklum skriftum áður en farið var í Stærstu Dómkirkju Bretlands til ad hitta forráðamenn þar og kynna fyrir Sigvor hinum frábæra umboðsmanni Eivor Palsdottir. Við erum svolítið ad garfa saman.

En það liggur mikil lægð yfir Liverpool svo maður bíður eftir þrumum og eldingum kvöldsins.

Nú svo er Murray ad spila i síðustu 8 á móti Nadal á Wimbledon, svo ég er búinn að kaupa jarðaber en hef ekki efni á Kampavíni, svo ég læt sódavatnid duga.....

Hlýjar Kveðjur heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingi Thor Jónsson
Ingi Thor Jónsson
Upplifun Islendings

Færsluflokkar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband